Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 07:05 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir skuggalega menn stjórna Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata. Getty/Win McNamee Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. Fullyrti hann meðal annars, án þess að leggja fram einhverjar sannanir fyrir máli sínu, að „skuggalegir menn“ stjórni Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrada. Sagði Trump að „óþokkar“ í „dökkum einkennisbúningum“ væru að fljúga inn til Washington og þá líkti hann lögregluofbeldi gegn svörtum í Bandaríkjunum við golfara sem væri að kikna undir pressu. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir tvo mánuði og leiðir Biden kapphlaupið að Hvíta húsinu samkvæmt skoðanakönnunum. Ingraham, sem þekkt er fyrir að vera höll undir Trump líkt og sjónvarpsstöðin sem hún starfar á, Fox News, spurði forsetann hverjir það væru sem stjórnuðu Biden að hans mati. „Er það fólk sem studdi Obama?“ spurði Ingraham. „Þetta er fólk sem þú hefur aldrei heyrt um, þetta eru skuggalegir menn. Menn sem að…“ „Þetta hljómar eins og samsæriskenning“ Á þessum tímapunkti greip Ingraham fram í fyrir forsetanum og spurði hann hvað þetta þýddi. „Þetta hljómar eins og samsæriskenning. Skuggalegir menn. Hvað er það?“ spurði þáttastjórnandinn. „Þetta er fólk sem er úti á götum, það stjórnar götunum,“ svaraði Trump en beindi viðtalinu síðan inn á aðrar brautir. Donald Trump says "people that are in the dark shadows" and "people you haven't heard of" are 'pulling the strings' for Joe Biden pic.twitter.com/tjLpVMSRCO— Jason Campbell (@JasonSCampbell) September 1, 2020 „Það var fólk sem var að koma með flugvél frá einni tiltekinni borg um helgina. Og þessi flugvél, hún var nánast full af óþokkum, sem voru í þessum dökku einkennisbúningum, svörtum einkennisbúningum, og þeir voru með alls konar búnað og hitt og þetta,“ sagði forsetinn. Ingraham reyndi að fá nánari upplýsingar en Trump svaraði því til að hann myndi segja henni betur frá þessu seinna. Málið væri til rannsóknar. Forsetinn bætti því þó við að vitnið hans, sem hefði verið á leiðinni á landsþing Demókrata, hefði séð fullt af fólki fara um borð í flugvélina sem ætlaði sér að vinna mikil skemmdarverk. Líkt og raunin var með skuggalegu mennina lagði Trump ekki fram neinar sannanir fyrir máli sínu. Sagði lögreglumennina guggna eins og þeir væru á golfmóti Trump ræddi einnig lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og Black Lives Matter-hreyfinguna sem hann sagði vera marxísk samtök. Forsetinn ætlar að heimsækja Kenosha í Wisconsin í dag þrátt fyrir að yfirvöld í borginni og ríkinu hafi beðið Trump um að koma ekki. Heimsókn hans myndi aðeins gera illt verra en mikil mótmæli hafa verið í Kenosha síðustu daga eftir að lögreglumenn skutu svartan mann, Jacob Blake, sjö sinnum í bakið. Blake er lamaður frá mitti og niður. „Að skjóta manninn í bakið svona oft. Ég meina, hefðirðu ekki getað gert eitthvað öðruvísi, hefðirðu ekki getað barist við hann? Þú veist, ég meina, í millitíðinni hefði hann getað náð í vopn og það er aðalmálið hérna. En þeir [lögreglan] guggna, eins og þeir væru á golfmóti, þeir missa púttið,“ sagði Trump. You know things are bad when Laura Ingraham has to save President Trump from saying stupid things. https://t.co/jBBp9x7e4U— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 1, 2020 Ingraham greip þá aftur fram í fyrir forsetanum. „Þú ert ekki að líkja þessu við golf. Því það er það sem fjölmiðlar munu segja,“ sagði hún. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tísti eftir viðtalið og sagði að hlutirnir væru orðnir slæmir þegar Laura Ingraham þyrfti að bjarga forsetanum frá því að segja heimskulega hluti. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. Fullyrti hann meðal annars, án þess að leggja fram einhverjar sannanir fyrir máli sínu, að „skuggalegir menn“ stjórni Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrada. Sagði Trump að „óþokkar“ í „dökkum einkennisbúningum“ væru að fljúga inn til Washington og þá líkti hann lögregluofbeldi gegn svörtum í Bandaríkjunum við golfara sem væri að kikna undir pressu. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir tvo mánuði og leiðir Biden kapphlaupið að Hvíta húsinu samkvæmt skoðanakönnunum. Ingraham, sem þekkt er fyrir að vera höll undir Trump líkt og sjónvarpsstöðin sem hún starfar á, Fox News, spurði forsetann hverjir það væru sem stjórnuðu Biden að hans mati. „Er það fólk sem studdi Obama?“ spurði Ingraham. „Þetta er fólk sem þú hefur aldrei heyrt um, þetta eru skuggalegir menn. Menn sem að…“ „Þetta hljómar eins og samsæriskenning“ Á þessum tímapunkti greip Ingraham fram í fyrir forsetanum og spurði hann hvað þetta þýddi. „Þetta hljómar eins og samsæriskenning. Skuggalegir menn. Hvað er það?“ spurði þáttastjórnandinn. „Þetta er fólk sem er úti á götum, það stjórnar götunum,“ svaraði Trump en beindi viðtalinu síðan inn á aðrar brautir. Donald Trump says "people that are in the dark shadows" and "people you haven't heard of" are 'pulling the strings' for Joe Biden pic.twitter.com/tjLpVMSRCO— Jason Campbell (@JasonSCampbell) September 1, 2020 „Það var fólk sem var að koma með flugvél frá einni tiltekinni borg um helgina. Og þessi flugvél, hún var nánast full af óþokkum, sem voru í þessum dökku einkennisbúningum, svörtum einkennisbúningum, og þeir voru með alls konar búnað og hitt og þetta,“ sagði forsetinn. Ingraham reyndi að fá nánari upplýsingar en Trump svaraði því til að hann myndi segja henni betur frá þessu seinna. Málið væri til rannsóknar. Forsetinn bætti því þó við að vitnið hans, sem hefði verið á leiðinni á landsþing Demókrata, hefði séð fullt af fólki fara um borð í flugvélina sem ætlaði sér að vinna mikil skemmdarverk. Líkt og raunin var með skuggalegu mennina lagði Trump ekki fram neinar sannanir fyrir máli sínu. Sagði lögreglumennina guggna eins og þeir væru á golfmóti Trump ræddi einnig lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og Black Lives Matter-hreyfinguna sem hann sagði vera marxísk samtök. Forsetinn ætlar að heimsækja Kenosha í Wisconsin í dag þrátt fyrir að yfirvöld í borginni og ríkinu hafi beðið Trump um að koma ekki. Heimsókn hans myndi aðeins gera illt verra en mikil mótmæli hafa verið í Kenosha síðustu daga eftir að lögreglumenn skutu svartan mann, Jacob Blake, sjö sinnum í bakið. Blake er lamaður frá mitti og niður. „Að skjóta manninn í bakið svona oft. Ég meina, hefðirðu ekki getað gert eitthvað öðruvísi, hefðirðu ekki getað barist við hann? Þú veist, ég meina, í millitíðinni hefði hann getað náð í vopn og það er aðalmálið hérna. En þeir [lögreglan] guggna, eins og þeir væru á golfmóti, þeir missa púttið,“ sagði Trump. You know things are bad when Laura Ingraham has to save President Trump from saying stupid things. https://t.co/jBBp9x7e4U— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 1, 2020 Ingraham greip þá aftur fram í fyrir forsetanum. „Þú ert ekki að líkja þessu við golf. Því það er það sem fjölmiðlar munu segja,“ sagði hún. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tísti eftir viðtalið og sagði að hlutirnir væru orðnir slæmir þegar Laura Ingraham þyrfti að bjarga forsetanum frá því að segja heimskulega hluti.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00