Meta hvort heilbrigðiskerfið uppfylli ólíkar þarfir kynjanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 17:35 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ákvað að láta kortleggja heilsufar landsmanna út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Vísir/Vilhelm Lagt verður mat á hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna í rannsókn sem heilbrigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um að gera. Vísbendingar eru um að konur búi að nokkru leyti við lakari heilsu en karlar. Markmiðið rannsóknarinnar er að greina kynbundin mun á heilsufari og í hverju hann felst og hvort þjónusta heilbrigðiskerfisins mæti ólíkum þörfum kynjanna sem skyldi. Við greininguna verður jafnframt horft til þess að fleiri þættir en kyn skilgreina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsufar þeirra. Gagnaöflun vegna rannsóknarinnar er þegar hafin og er búist við að niðurstöður verði kynntar í skýrslu fyrir lok ársins. Finnborg S. Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, annast rannsóknina, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Við rannsóknina verður byggt á gögnum úr heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu auk niðurstaðna ýmissa kannana sem tengjast lífsháttum og lýðheilsu. Í greiningunni verða upplýsingar um fjölskyldugerð, efnahag, menntun, neysluvenjur, lyfjanotkun, slys, sjúkdóma, örorku, bólusetningar og margt fleira skoðað. Fyrirmynd verkefnisins eru niðurstöður nefndar heilbrigðisráðherra um heilsufar kvenna frá árinu 2000. Þær voru að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar, að þær nýti heilbrigðisþjónustuna meira en þeir, séu sendar í fleiri rannsóknir, fái oftar sjúkdómsgreiningu og meðferð og sé ávísað lyfjum í meira mæli en körlum. Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lagt verður mat á hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna í rannsókn sem heilbrigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um að gera. Vísbendingar eru um að konur búi að nokkru leyti við lakari heilsu en karlar. Markmiðið rannsóknarinnar er að greina kynbundin mun á heilsufari og í hverju hann felst og hvort þjónusta heilbrigðiskerfisins mæti ólíkum þörfum kynjanna sem skyldi. Við greininguna verður jafnframt horft til þess að fleiri þættir en kyn skilgreina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsufar þeirra. Gagnaöflun vegna rannsóknarinnar er þegar hafin og er búist við að niðurstöður verði kynntar í skýrslu fyrir lok ársins. Finnborg S. Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, annast rannsóknina, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Við rannsóknina verður byggt á gögnum úr heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu auk niðurstaðna ýmissa kannana sem tengjast lífsháttum og lýðheilsu. Í greiningunni verða upplýsingar um fjölskyldugerð, efnahag, menntun, neysluvenjur, lyfjanotkun, slys, sjúkdóma, örorku, bólusetningar og margt fleira skoðað. Fyrirmynd verkefnisins eru niðurstöður nefndar heilbrigðisráðherra um heilsufar kvenna frá árinu 2000. Þær voru að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar, að þær nýti heilbrigðisþjónustuna meira en þeir, séu sendar í fleiri rannsóknir, fái oftar sjúkdómsgreiningu og meðferð og sé ávísað lyfjum í meira mæli en körlum.
Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira