Wijnaldum yrði í lykilhlutverki í Katalóníu | Thiago arftaki hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:30 Wijnaldum og Koeman þekkjast ágætlega en Koeman þjálfaði hollenska landsliðið frá 2018 til 2020. Vísir/Getty Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30
Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30
Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15