Brasilíumenn ætla að borga konunum jafnmikið og karlarnir fá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:00 Marta hefur öðrum fremur komið brasilískum kvennafótbolta á kortið. Hún skoraði 108 mörk fyrir landsliðið var sex sinnum kosin besta knattspyrnukona heims og markahæsti leikmaður á HM kvenna frá upphafi. Getty/Rico Brouwer Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu. Fótbolti Brasilía Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira