Fimm börn fundust látin í íbúð í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 13:34 Börnin fundust í íbúð í fjölbýlishúsi við Hasselstraße í Solingen. getty Lögregla í Þýskalandi hefur staðfest að fimm börn hafi fundist látin í íbúð í bænum Solingen í Norðurrín-Vestfalíu. Móðir barnanna er grunuð um að hafa orðið þeim að bana. „Já, ég get staðfest að fimm börn hafi fundist látin. Þau fundust í íbúð í fjölbýlishúsi við Hasselstraße í Solingen. Rannsókn er í fullum gangi og ég get ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir Jan Battenberg, talsmaður lögreglunnar í Wuppertal. Þýski fjölmiðillinn Bild segir að móðir barnanna sé grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Börnin voru átta, sex, þriggja, tveggja og eins árs. Amma barnanna er sögð hafa komið að börnunum og tilkynnt lögreglu að 27 ára dóttir sín hafi farið ásamt ellefu ára syni sínum af vettvangi með það að markmiði að svipta sig lífi. Bild segir ennfremur frá því að hin grunaða hafi stokkið fyrir lest á aðallestarstöðinni í Düsseldorf, komist lífs af og sé nú í haldi lögreglu. Ellefu ára sonur hennar sé einnig á lífi. Á myndum frá Solingen má sjá fjölda sjúkrabíla fyrir utan fjölbýlishúsið. Tilkynnt var um málið skömmu fyrir klukkan 14 að staðartíma, eða hádegi að íslenskum tíma. Solingen er að finna austur af Düsseldorf. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Þýskaland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi hefur staðfest að fimm börn hafi fundist látin í íbúð í bænum Solingen í Norðurrín-Vestfalíu. Móðir barnanna er grunuð um að hafa orðið þeim að bana. „Já, ég get staðfest að fimm börn hafi fundist látin. Þau fundust í íbúð í fjölbýlishúsi við Hasselstraße í Solingen. Rannsókn er í fullum gangi og ég get ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir Jan Battenberg, talsmaður lögreglunnar í Wuppertal. Þýski fjölmiðillinn Bild segir að móðir barnanna sé grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Börnin voru átta, sex, þriggja, tveggja og eins árs. Amma barnanna er sögð hafa komið að börnunum og tilkynnt lögreglu að 27 ára dóttir sín hafi farið ásamt ellefu ára syni sínum af vettvangi með það að markmiði að svipta sig lífi. Bild segir ennfremur frá því að hin grunaða hafi stokkið fyrir lest á aðallestarstöðinni í Düsseldorf, komist lífs af og sé nú í haldi lögreglu. Ellefu ára sonur hennar sé einnig á lífi. Á myndum frá Solingen má sjá fjölda sjúkrabíla fyrir utan fjölbýlishúsið. Tilkynnt var um málið skömmu fyrir klukkan 14 að staðartíma, eða hádegi að íslenskum tíma. Solingen er að finna austur af Düsseldorf. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Þýskaland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira