Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 21:56 Billie Eilish var greinilega mjög hrifin af flutningi Laufeyjar. Skjáskot/Getty Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni. Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni.
Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41