Bandaríkjastjórn felli niður refsiaðgerðir gegn Alþjóðasakamáladómstólnum Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 22:39 Fatou Bensouda, saksóknari hjá Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag, er annar starfsmanna hans sem Bandaríkjastjórn beitir nú refsiaðgerðum. Vísir/EPA Evrópusambandið hvatti Bandaríkjastjórn í dag til þess að fella niður refsiaðgerðir sem hún hefur lagt á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins. Aðgerðir Bandaríkjamanna séu óásættanlegar og fordæmalausar. Stjórnvöld í Washington tilkynntu í gær að þau hefðu lagt refsiaðgerðir á Fatou Bensouda, saksóknara hjá Alþjóðasakamáladómstólnum (ICC), og Phakiso Mochochoko, sviðsstjóra hjá dómstólnum. Aðgerðirnar byggja á tilskipun Donalds Trump forseta frá því í júní um efnahagsþvinganir og takmarkanir á vegabréfaáritunum fyrir starfsmenn dómstólsins sem taka þátt í rannsókn á hvort bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan. Slíkum aðgerðum er yfirleitt beitt gegn stríðsglæpamönnum, ekki starfsmönnum alþjóðastofnana. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi refsiaðgerðir Bandaríkjanna í dag. Þær séu tilraun til þess að leggja stein í götu dómstólsins og rannsókna á vegum hans, að því er segir í frétt Politico. „ICC verður að fá að vinna sjálfstætt og af hlutleysi, laus við utanaðkomandi afskipti. Bandaríkin ættu að endurskoða afstöðu sína og draga til baka aðgerðirnar. Refsileysi má aldrei vera valmöguleiki,“ sagði Borrell í yfirlýsingu. Bandaríkjastjórn á ekki aðild að dómstólnum og viðurkennir ekki lögsögu hans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur jafnframt sakað dómstólinn um að standa í „hugmyndafræðilegri krossferð gegn bandarísku herliði“. Bandaríkin Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Evrópusambandið hvatti Bandaríkjastjórn í dag til þess að fella niður refsiaðgerðir sem hún hefur lagt á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins. Aðgerðir Bandaríkjamanna séu óásættanlegar og fordæmalausar. Stjórnvöld í Washington tilkynntu í gær að þau hefðu lagt refsiaðgerðir á Fatou Bensouda, saksóknara hjá Alþjóðasakamáladómstólnum (ICC), og Phakiso Mochochoko, sviðsstjóra hjá dómstólnum. Aðgerðirnar byggja á tilskipun Donalds Trump forseta frá því í júní um efnahagsþvinganir og takmarkanir á vegabréfaáritunum fyrir starfsmenn dómstólsins sem taka þátt í rannsókn á hvort bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan. Slíkum aðgerðum er yfirleitt beitt gegn stríðsglæpamönnum, ekki starfsmönnum alþjóðastofnana. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi refsiaðgerðir Bandaríkjanna í dag. Þær séu tilraun til þess að leggja stein í götu dómstólsins og rannsókna á vegum hans, að því er segir í frétt Politico. „ICC verður að fá að vinna sjálfstætt og af hlutleysi, laus við utanaðkomandi afskipti. Bandaríkin ættu að endurskoða afstöðu sína og draga til baka aðgerðirnar. Refsileysi má aldrei vera valmöguleiki,“ sagði Borrell í yfirlýsingu. Bandaríkjastjórn á ekki aðild að dómstólnum og viðurkennir ekki lögsögu hans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur jafnframt sakað dómstólinn um að standa í „hugmyndafræðilegri krossferð gegn bandarísku herliði“.
Bandaríkin Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila