Íslandsmeistarinn segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl í gegnum tíðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 20:00 Hilmar Örn setti Íslandsmet í sleggjukasti nýverið og er meðal tíu bestu í heiminum að svo stöddu. Mynd/Stöð 2 Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira