Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2020 15:22 Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu. Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu.
Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira