Póstmeistari Trump sagður hafa brotið kosningalög Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 16:39 Louis DeJoy, póstmeistari Bandaríkjanna, var umsvifamikill í fjáröflun fyrir repúblikana í Norður-Karólínu. Fyrrverandi starfsmenn segja að þrýst hafi verið á þá að gefa í kosningasjóði en þeim síðan verið endurgreidd framlögin í formi bónusgreiðslna. Slíkt er brot á alríkis- og ríkislögum. Vísir/EPA Fyrrverandi starfsmenn forstjóra bandaríska póstsins í Norður-Karólínu segja að þrýst hafi verið á þá að leggja fé í kosningasjóði frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem honum hugnaðist og þeim hafi síðan verið greiddur kostnaðurinn. Eigi frásagnir þeirra við rök að styðjast virðist póstmeistarinn hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Louis DeJoy, póstmeistari Bandaríkjanna, hefur legið undir þungri gagnrýni vegna niðurskurðaraðgerða sem hann greip til til og koma til framkvæmda á sama tíma og mörg ríki reiða sig í auknum mæli á póstatkvæði í forseta- og þingkosningum í kórónuveiruheimsfaraldri í haust. Donald Trump forseti hefur ítrekað lýst sig andsnúinn póstatkvæðum og sagt opinskátt að hann vilji ekki að pósturinn fái frekari fjárveitingar til að koma í veg fyrir að fleiri kjósi í gegnum bréflega. Ásakanir hafa því verið á lofti um að DeJoy gangi erinda Trump í að brjóta niður póstþjónustuna til þess leggja stein í götu póstatkvæða, ekki síst eftir að upplýst var að pósturinn hefði varað ríki við því að ekki væri hægt að tryggja að öll atkvæði skiluðu sér í tæka tíð í sumar. Létu fé af hendi rakna en fengu bónusa á móti DeJoy hafði enga reynslu af póstþjónustunni þegar Trump tilnefndi hann og skipaði sem æðsta yfirmann hennar. Hann var aftur á móti fjárhagslegur bakhjarl Trump og Repúblikanaflokksins til margra ára. Washington Post segir að svo virðist sem að DeJoy hafi orðið áhrifamikill fjáraflari flokksins í Norður-Karólínu með vafasömum aðferðum. Fyrrverandi starfsmenn New Breed Logistics, fyrirtækis hans þar, segja blaðinu að þeir hafi verið beittir þrýstingi til að láta fé af hendi rakna til frambjóðenda repúblikana. DeJoy eða aðstoðarmenn hans hafi þannig hvatt starfsmennina til þess að skrifa ávísanir og mæta á fjáröflunarviðburði á sveitasetri hans við Greensboro fyrir frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings og forseta. Tveir starfsmenn sem þekktu til fjármála og launavinnslu fyrirtækisins fullyrða að DeJoy hafi látið greiðar starfsmönnunum uppbótargreiðslur til móts við framlög þeirra til frambjóðendanna. Bannað er samkvæmt alríkislögum og lögum í Norður-Karólínu að endurgreiða fólki fyrir kosningaframlög þar sem það gerði fjárhagslegum bakhjörlum kleift að fara í kringum lög sem takmarka hversu mikið hver og einn má gefa til stjórnmálaframboða og dylur uppruna framlaga. Bandaríska póstþjónustan hefur verið í brennidepli í aðdraganda kosninganna. Trump forseti hefur lagst alfarið gegn því að fleirum verði gert kleift að kjósa með póstatkvæði og er póstmeistari hans sakaður um að grafa undan stofnunni til þess að koma í veg fyrir að öll atkvæði skili sér í haust.Vísir/EPA Svarar ekki hvort hann endurgreiddi framlögin „Louis var fjáraflari á landsvísu fyrir Repúblikanaflokkinn. Hann bað starfsmenn um pening. Við gáfum honum pening og hann endurgreiddi okkur það með því að gefa okkur stóra bónusa,“ segir David Young sem var lengi mannauðsstjóri fyrirtækis DeJoy. Opinber gögn styðja að starfsmenn New Breed studdu vel við bakið á frambjóðendum repúblikana. Margir starfsmenn hafi oft gefið sömu upphæð sama daginn. Frá 2000 til 2014 gáfu 124 einstaklingar tengdir New Breed repúblikönum meira en eina milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna. Talsmaður DeJoy segir Washington Post að hann hafi ekki vitað til þess að starfsmenn hafi upplifað þrýsting um að gefa til repúblikana. Hann svaraði ekki beint hvort að DeJoy hefði endurgreitt starfsmönnum kosningaframlög en ítrekaði aðeins að hann teldi sig hafa fylgt lögum um reglum um fjármál stjórnmálaframboða. Fimm ára fyrningarfrestur er á mögulegum brotum DeJoy gegn alríkislögum en brot gegn lögunum í Norður-Karólínu fyrnast ekki. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn forstjóra bandaríska póstsins í Norður-Karólínu segja að þrýst hafi verið á þá að leggja fé í kosningasjóði frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem honum hugnaðist og þeim hafi síðan verið greiddur kostnaðurinn. Eigi frásagnir þeirra við rök að styðjast virðist póstmeistarinn hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Louis DeJoy, póstmeistari Bandaríkjanna, hefur legið undir þungri gagnrýni vegna niðurskurðaraðgerða sem hann greip til til og koma til framkvæmda á sama tíma og mörg ríki reiða sig í auknum mæli á póstatkvæði í forseta- og þingkosningum í kórónuveiruheimsfaraldri í haust. Donald Trump forseti hefur ítrekað lýst sig andsnúinn póstatkvæðum og sagt opinskátt að hann vilji ekki að pósturinn fái frekari fjárveitingar til að koma í veg fyrir að fleiri kjósi í gegnum bréflega. Ásakanir hafa því verið á lofti um að DeJoy gangi erinda Trump í að brjóta niður póstþjónustuna til þess leggja stein í götu póstatkvæða, ekki síst eftir að upplýst var að pósturinn hefði varað ríki við því að ekki væri hægt að tryggja að öll atkvæði skiluðu sér í tæka tíð í sumar. Létu fé af hendi rakna en fengu bónusa á móti DeJoy hafði enga reynslu af póstþjónustunni þegar Trump tilnefndi hann og skipaði sem æðsta yfirmann hennar. Hann var aftur á móti fjárhagslegur bakhjarl Trump og Repúblikanaflokksins til margra ára. Washington Post segir að svo virðist sem að DeJoy hafi orðið áhrifamikill fjáraflari flokksins í Norður-Karólínu með vafasömum aðferðum. Fyrrverandi starfsmenn New Breed Logistics, fyrirtækis hans þar, segja blaðinu að þeir hafi verið beittir þrýstingi til að láta fé af hendi rakna til frambjóðenda repúblikana. DeJoy eða aðstoðarmenn hans hafi þannig hvatt starfsmennina til þess að skrifa ávísanir og mæta á fjáröflunarviðburði á sveitasetri hans við Greensboro fyrir frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings og forseta. Tveir starfsmenn sem þekktu til fjármála og launavinnslu fyrirtækisins fullyrða að DeJoy hafi látið greiðar starfsmönnunum uppbótargreiðslur til móts við framlög þeirra til frambjóðendanna. Bannað er samkvæmt alríkislögum og lögum í Norður-Karólínu að endurgreiða fólki fyrir kosningaframlög þar sem það gerði fjárhagslegum bakhjörlum kleift að fara í kringum lög sem takmarka hversu mikið hver og einn má gefa til stjórnmálaframboða og dylur uppruna framlaga. Bandaríska póstþjónustan hefur verið í brennidepli í aðdraganda kosninganna. Trump forseti hefur lagst alfarið gegn því að fleirum verði gert kleift að kjósa með póstatkvæði og er póstmeistari hans sakaður um að grafa undan stofnunni til þess að koma í veg fyrir að öll atkvæði skili sér í haust.Vísir/EPA Svarar ekki hvort hann endurgreiddi framlögin „Louis var fjáraflari á landsvísu fyrir Repúblikanaflokkinn. Hann bað starfsmenn um pening. Við gáfum honum pening og hann endurgreiddi okkur það með því að gefa okkur stóra bónusa,“ segir David Young sem var lengi mannauðsstjóri fyrirtækis DeJoy. Opinber gögn styðja að starfsmenn New Breed studdu vel við bakið á frambjóðendum repúblikana. Margir starfsmenn hafi oft gefið sömu upphæð sama daginn. Frá 2000 til 2014 gáfu 124 einstaklingar tengdir New Breed repúblikönum meira en eina milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna. Talsmaður DeJoy segir Washington Post að hann hafi ekki vitað til þess að starfsmenn hafi upplifað þrýsting um að gefa til repúblikana. Hann svaraði ekki beint hvort að DeJoy hefði endurgreitt starfsmönnum kosningaframlög en ítrekaði aðeins að hann teldi sig hafa fylgt lögum um reglum um fjármál stjórnmálaframboða. Fimm ára fyrningarfrestur er á mögulegum brotum DeJoy gegn alríkislögum en brot gegn lögunum í Norður-Karólínu fyrnast ekki.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00