„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 21:16 Ari Freyr Skúlason í viðtali í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00