Húsasmiðjunni gert að hætta notkun fingrafaraskanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:39 Persónuvernd taldi að mörg úrræði stæðu rekstraraðilum til boða sem ekki byggi á viðkvæmum persónuuplýsingum starfsfólks. Vísir/Vilhelm Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum. Persónuvernd Verslun Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum.
Persónuvernd Verslun Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira