Ótrúlegustu afrek David Blaine Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 14:29 David Blaine á fjölmörg heimsmet. Árið 1997 kom fram á sjónarsviðið maður að nafni David Blaine sem er í dag þekktasti töframaður heims. Hann byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt sem hét Street Magic og hefur nánast síðan þá verið heimsþekktur. Hann er fæddur 4. apríl árið 1973. Hann var asmasjúklingur en þrátt fyrir það á hann heimsmetið að halda niðri í sér andanum. Árið 1999 var hann í glerkistu ofan í jörðinni án matar og drykkja í heila viku. Árið 2000 var hann umkringdur klaka á Times Square í New York í þrjá sólahringa. Í raun náði hann ekki að klára það verkefni og var fjarlægður eftir að hann fór að upplifa ofsjónir og gríðarlega mikinn sársauka. Það tók hann marga mánuði að jafna sig. Árið 2002 stóð Blaine á sérútbúnum turni í Bryant Park í New York og stökk síðan niður á fjöldann allan af pakkakössum eftir 35 klukkustundir. Hann fékk heilahristing og brákaði í sér rifbein. Ári seinna fastaði hann í 44 daga í plexiglerkassa í London. Hann drakk aðeins vatn allan tímann. Hann hefur verið í heila viku í sérstakri vatnsglerkúlu í New York og reyndi að bæta heimsmetið í því að halda niðri í sér andanum undir lok vikunnar. Metið var þá 8 mínútur og 58 sekúndur en eftir sjö mínútur varð að bjarga honum úr aðstæðunum. Eftir það æfði hann í tvö ár til þess að bæta metið og slátraði hann metinu 30.apríl árið 2008 í beinni útsendingu hjá Oprah Winfrey þegar hann hélt niðri í sér andanum í sautján mínútur. Þjóðverjinn Tom Sietas sló síðan met Blaine árið 2012 þegar hann var í kafi í yfir 22 mínútur. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-síðu Blaine þar sem hann fer yfir afrek sín. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Árið 1997 kom fram á sjónarsviðið maður að nafni David Blaine sem er í dag þekktasti töframaður heims. Hann byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt sem hét Street Magic og hefur nánast síðan þá verið heimsþekktur. Hann er fæddur 4. apríl árið 1973. Hann var asmasjúklingur en þrátt fyrir það á hann heimsmetið að halda niðri í sér andanum. Árið 1999 var hann í glerkistu ofan í jörðinni án matar og drykkja í heila viku. Árið 2000 var hann umkringdur klaka á Times Square í New York í þrjá sólahringa. Í raun náði hann ekki að klára það verkefni og var fjarlægður eftir að hann fór að upplifa ofsjónir og gríðarlega mikinn sársauka. Það tók hann marga mánuði að jafna sig. Árið 2002 stóð Blaine á sérútbúnum turni í Bryant Park í New York og stökk síðan niður á fjöldann allan af pakkakössum eftir 35 klukkustundir. Hann fékk heilahristing og brákaði í sér rifbein. Ári seinna fastaði hann í 44 daga í plexiglerkassa í London. Hann drakk aðeins vatn allan tímann. Hann hefur verið í heila viku í sérstakri vatnsglerkúlu í New York og reyndi að bæta heimsmetið í því að halda niðri í sér andanum undir lok vikunnar. Metið var þá 8 mínútur og 58 sekúndur en eftir sjö mínútur varð að bjarga honum úr aðstæðunum. Eftir það æfði hann í tvö ár til þess að bæta metið og slátraði hann metinu 30.apríl árið 2008 í beinni útsendingu hjá Oprah Winfrey þegar hann hélt niðri í sér andanum í sautján mínútur. Þjóðverjinn Tom Sietas sló síðan met Blaine árið 2012 þegar hann var í kafi í yfir 22 mínútur. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-síðu Blaine þar sem hann fer yfir afrek sín.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira