Halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2020 12:51 Mýrarhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira