Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 21:45 Rúnar er mjög ánægður með að vera kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann