Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 16:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi hingað til lands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent