Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2020 19:30 Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum. Bændur voru almennt ánægðir með lömbin og hvað þau komu falleg af fjalli. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira