Guðmundur kom sérfræðingunum á óvart: Langbestur af þeim sem komu heim Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 15:30 Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru á kostum í Seinni bylgjunni á laugardagskvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sjá meira
„Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sjá meira
„Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00
Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00