Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2020 13:53 Heiða, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mikla eflingu í vændum hjá Barnahúsi. Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“ Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira