„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2020 14:42 Kristjana Ólafsdóttir er annar eigandi Gulls og silfurs. Vísir/Vilhelm Eigendur Gulls og silfurs við Laugaveg hafa undanfarna mánuði lent tvívegis í því að brotist hefur verið inn í verslun þeirra. Í lok apríl var sjöfalt gler í stórri rúðu brotið og skartgripum úr gluggakistu stolið. Í nótt var svo rúðan brotin í hurðinni, skriðið inn og verðmætum stolið. Í þetta skiptið komst þjófurinn ekki langt. Gull og silfur er í eigu hjónanna Sigurðar Steinþórssonar og Kristjönu Ólafsdóttur sem fengu símhringingu um eittleytið í nótt þess efnis að brotist hefði verið inn. Þjófurinn komst ekki langt í þetta skiptið en hann virðist hafa hlaupið því sem næst í fang lögreglu við Vitastíg. Hann var í annarlegu ástandi og verður yfirheyrður síðdegis í dag. Rætt er við Kristjönu eiganda í myndskeiðinu að neðan. „Aðkoman var frekar óskemmtileg,“ segir Kristjana Ólafsdóttir. Þjófurinn hafi brotið upp skúffu fulla af dýrmætum armböndum og svo brotið skáp með fleiri verðmætum. „Hann virðist hafa notað einhvers konar grjóthnullung til að gera gat og svo skriðið hér í gegn. Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi verið stór og mikill maður.“ Hljóp í fangið á lögreglunni Kristjana svaf á sínu græna eyra þegar starfsmaður Securitas hringdi á öðrum tímanum í nótt. Hún brunaði niður í bæ ásamt Sigurði Steinþórssyni, eiginmanni sínum. Þegar þangað var komið var rannsóknarlögreglumaður mættur á vettvang en þjófurinn farinn. Þó ekki langt. Þessi skápur var brotinn og skartgripir teknir.Vísir/Vilhelm „Nei, hann hljóp hérna upp Laugaveginn og mér skilst að hann fari niður Vitastíginn og í fangið á lögreglunnni,“ segir Kristjana. Heldur kostulegur endir hjá þjófnum sem gisti fangageymslur. Gólf verslunarinnar var svo að segja á kafi í glerbrotum sem Kristjana hafði ásamt fleirum sópað upp þegar blaðamann bar að garði. Þó mátti enn greina einstaka blóðbletti og greinilegt að innbrotsþjófurinn hafði skorið sig. „Hann skildi eftir pínu DNA þannig að hann er aðeins særður,“ segir Kristjana. Ekki spennt að loka fyrir með hlerum Svo virðist sem innbrotsþjófurinn hafi haft einhverja hugmynd um hvaða skartgripum væri best að grípa þann skamma tíma sem hann hefði í versluninni undir háværu sírenuvælinu. Kristjana útilokar ekki að innbrotsþjófar undirbúi glæpi sem þessa með heimsókn í búðina þar sem þeir spyrjast fyrir og skoða djásnið. Gull og silfur var fyrst til húsa að Laugavegi 35 en færði sig ofar á Laugaveg árið 2005. Síðan þá hafði verslunin verið laus við innbrot þar til á þessu ári.Vísir/Vilhelm Þá segir hún alveg velta fyrir sér hvort þessi tvö innbrot á skömmum tíma megi tengja eitthvað við ástandið í þjóðfélaginu vegna Covid. Þar áður höfðu þau ekki lent í innbroti í fleiri ár. Hún segir þau hafa talið sig vera nokkuð örugg varðandi innbrot með margfalt gler og filmur á milli. „Maður þarf kannski að fara að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. En það er voðalega leiðinlegt að fara loka alveg fyrir með hlerum. Það er ekki rosalega spennandi. Laugavegurinn er ekki það glæsilegur. Ekki skánar hann ef við þurfum að loka fyrir.“ Með grímu og svartan ruslapoka Á öryggisupptökum sem blaðamaður fékk að skoða má sjá innbrotsþjófinn, með grímu í anda Covid fyrir andlitinu, fara merkilega fimlega inn um gat sem hann braut á hurðinni. Á örfáum sekúndum brýtur hann upp skúffu og sópar armböndum í svartan ruslapoka sem hann hafði meðferðis. Þá brýtur hann með hnefahöggi að því er virðist glerskáp og teygir sig í nokkra hluti. Svo er hann farinn á augnabliki. Kristjana segist vona að lögreglan hafi alla skartgripina í fórum sínum. Mölbrotin útidyrahurðin þar sem sjá má þykkt glersins og vírnetið á milli glerlaganna.Vísir/Egill „Auðvitað vonar maður það, það besta væri ef við fáum allt til baka. En það getur verið í alls konar ástandi. Sumt kannski eitthvað sem ekki er hægt að nýta. Það þarf að skoða hvern einasta hlut,“ segir Kristjana. „Við erum náttúrulega tryggð en tryggingarnar eru náttúrulega þannig að ákveðin upphæð er dregin frá. Þegar upp er staðið er þetta kannski rétt tæplega hráefnið.“ Hún segist ekki vera slegin út af laginu eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu í nótt. „Maður verður að horfa fram á við og það þýðir ekkert að gefast upp. Maður stendur upp aftur. En auðvitað fer þetta inn á sálina og maður hugsar ýmislegt. En maður tekst bara á við þetta. Það þýðir ekkert annað.“ Fjölgun í vopnuðum ránum Fjallað var um fyrra innbrotið í Gull og silfur í fréttum Stöðvar 2 þann 25. apríl. Þá kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagðist merkja fjölgun í ofbeldisbrotum á nokkrum sviðum, þar á meðal vopnuð rán. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, við það tilefni. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að hinn handtekni hafi verið í annarlegu ástandi og bókstaflega hlaupið í fangið á lögreglu í nágrenni lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Það eigi eftir að fara yfir ránsfenginn með eigendum búðarinnar. Þá verði þjófurinn yfirheyrður seinni partinn í dag. Guðmundur Páll segist merkja aukningu í innbrotum á borð við þessi undanfarið. Verslun Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eigendur Gulls og silfurs við Laugaveg hafa undanfarna mánuði lent tvívegis í því að brotist hefur verið inn í verslun þeirra. Í lok apríl var sjöfalt gler í stórri rúðu brotið og skartgripum úr gluggakistu stolið. Í nótt var svo rúðan brotin í hurðinni, skriðið inn og verðmætum stolið. Í þetta skiptið komst þjófurinn ekki langt. Gull og silfur er í eigu hjónanna Sigurðar Steinþórssonar og Kristjönu Ólafsdóttur sem fengu símhringingu um eittleytið í nótt þess efnis að brotist hefði verið inn. Þjófurinn komst ekki langt í þetta skiptið en hann virðist hafa hlaupið því sem næst í fang lögreglu við Vitastíg. Hann var í annarlegu ástandi og verður yfirheyrður síðdegis í dag. Rætt er við Kristjönu eiganda í myndskeiðinu að neðan. „Aðkoman var frekar óskemmtileg,“ segir Kristjana Ólafsdóttir. Þjófurinn hafi brotið upp skúffu fulla af dýrmætum armböndum og svo brotið skáp með fleiri verðmætum. „Hann virðist hafa notað einhvers konar grjóthnullung til að gera gat og svo skriðið hér í gegn. Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi verið stór og mikill maður.“ Hljóp í fangið á lögreglunni Kristjana svaf á sínu græna eyra þegar starfsmaður Securitas hringdi á öðrum tímanum í nótt. Hún brunaði niður í bæ ásamt Sigurði Steinþórssyni, eiginmanni sínum. Þegar þangað var komið var rannsóknarlögreglumaður mættur á vettvang en þjófurinn farinn. Þó ekki langt. Þessi skápur var brotinn og skartgripir teknir.Vísir/Vilhelm „Nei, hann hljóp hérna upp Laugaveginn og mér skilst að hann fari niður Vitastíginn og í fangið á lögreglunnni,“ segir Kristjana. Heldur kostulegur endir hjá þjófnum sem gisti fangageymslur. Gólf verslunarinnar var svo að segja á kafi í glerbrotum sem Kristjana hafði ásamt fleirum sópað upp þegar blaðamann bar að garði. Þó mátti enn greina einstaka blóðbletti og greinilegt að innbrotsþjófurinn hafði skorið sig. „Hann skildi eftir pínu DNA þannig að hann er aðeins særður,“ segir Kristjana. Ekki spennt að loka fyrir með hlerum Svo virðist sem innbrotsþjófurinn hafi haft einhverja hugmynd um hvaða skartgripum væri best að grípa þann skamma tíma sem hann hefði í versluninni undir háværu sírenuvælinu. Kristjana útilokar ekki að innbrotsþjófar undirbúi glæpi sem þessa með heimsókn í búðina þar sem þeir spyrjast fyrir og skoða djásnið. Gull og silfur var fyrst til húsa að Laugavegi 35 en færði sig ofar á Laugaveg árið 2005. Síðan þá hafði verslunin verið laus við innbrot þar til á þessu ári.Vísir/Vilhelm Þá segir hún alveg velta fyrir sér hvort þessi tvö innbrot á skömmum tíma megi tengja eitthvað við ástandið í þjóðfélaginu vegna Covid. Þar áður höfðu þau ekki lent í innbroti í fleiri ár. Hún segir þau hafa talið sig vera nokkuð örugg varðandi innbrot með margfalt gler og filmur á milli. „Maður þarf kannski að fara að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. En það er voðalega leiðinlegt að fara loka alveg fyrir með hlerum. Það er ekki rosalega spennandi. Laugavegurinn er ekki það glæsilegur. Ekki skánar hann ef við þurfum að loka fyrir.“ Með grímu og svartan ruslapoka Á öryggisupptökum sem blaðamaður fékk að skoða má sjá innbrotsþjófinn, með grímu í anda Covid fyrir andlitinu, fara merkilega fimlega inn um gat sem hann braut á hurðinni. Á örfáum sekúndum brýtur hann upp skúffu og sópar armböndum í svartan ruslapoka sem hann hafði meðferðis. Þá brýtur hann með hnefahöggi að því er virðist glerskáp og teygir sig í nokkra hluti. Svo er hann farinn á augnabliki. Kristjana segist vona að lögreglan hafi alla skartgripina í fórum sínum. Mölbrotin útidyrahurðin þar sem sjá má þykkt glersins og vírnetið á milli glerlaganna.Vísir/Egill „Auðvitað vonar maður það, það besta væri ef við fáum allt til baka. En það getur verið í alls konar ástandi. Sumt kannski eitthvað sem ekki er hægt að nýta. Það þarf að skoða hvern einasta hlut,“ segir Kristjana. „Við erum náttúrulega tryggð en tryggingarnar eru náttúrulega þannig að ákveðin upphæð er dregin frá. Þegar upp er staðið er þetta kannski rétt tæplega hráefnið.“ Hún segist ekki vera slegin út af laginu eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu í nótt. „Maður verður að horfa fram á við og það þýðir ekkert að gefast upp. Maður stendur upp aftur. En auðvitað fer þetta inn á sálina og maður hugsar ýmislegt. En maður tekst bara á við þetta. Það þýðir ekkert annað.“ Fjölgun í vopnuðum ránum Fjallað var um fyrra innbrotið í Gull og silfur í fréttum Stöðvar 2 þann 25. apríl. Þá kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagðist merkja fjölgun í ofbeldisbrotum á nokkrum sviðum, þar á meðal vopnuð rán. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, við það tilefni. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að hinn handtekni hafi verið í annarlegu ástandi og bókstaflega hlaupið í fangið á lögreglu í nágrenni lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Það eigi eftir að fara yfir ránsfenginn með eigendum búðarinnar. Þá verði þjófurinn yfirheyrður seinni partinn í dag. Guðmundur Páll segist merkja aukningu í innbrotum á borð við þessi undanfarið.
Verslun Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24