Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sést hér í forgrunni. Fyrir aftan hana standa Svandís Svavarsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira