Myllan hefur ákveðið, með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, að innkalla Bónus Kjarnabrauð sem er með best fyrir-merkingunni 15.09.2020.
Í tilkynningu segir að við innra eftirlit hafi uppgötvast að hluti annarrar brauðframleiðslu fór í poka merkta sem Bónus Kjarnabrauð.
Brauðið inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn lúpínu sem er ekki í Bónus Kjarnabrauði. Eru neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir lúpínu varaðir við að neyta brauðsins en það er öruggt þeim sem ekki hafa óþol eða ofnæmi fyrir lúpínu.
„Myllan vill biðja viðskiptavini innilegrar velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
est fyrir: 15.09.2020
Dreifing: Bónus verslanir
Hægt er að skila Bónus Kjarnabrauði með best fyrir 15.09.2020 í verslanir þar sem þau voru keypt,“ segir í tilkynningu.