Messi fékk milljarði meira en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:00 Cristiano Ronaldo við hlið Lionel Mess á verðlaunahátíð UEFA í tengslum við dráttinn í Meistaradeildinni. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira
Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira