Eurovision 2021 skal fara fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 20:04 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir hönd Íslands í ár. Eins og svo mörgu öðru var keppninni aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Mynd/Mummi Lú Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt. Eurovision Holland Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt.
Eurovision Holland Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira