Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 22:46 Robert Redfield er forstjóri sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Anna Moneymaker/Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44