Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2020 08:27 Þau heimkynni úlfanna sem næst eru Íslandi eru við Scoresbysund á austanverðu Grænlandi. Mynd/Getty. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi. Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi.
Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira