Matarkarfan hækkað um 6,3 prósent á níu mánuðum Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 17:51 Epli hafa hækkað um 30 prósent frá áramótum. Vísir/Getty Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“ Neytendur Verslun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“
Neytendur Verslun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira