Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 11:34 Rúmlega fimm þúsund manns búsett hér á landi eru í viðskiptum hjá Novis. Vísir/Vilhelm Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. Fjármálaeftirlitið bendir neytendum á að í ljósi bannsins sé óvissa um stöðu Novis. Hver og einn viðskiptavinur Novis verði, út frá sínum hagsmunum, að ákveða sjálfur hvort hann haldi áfram að greiða iðgjald eða ekki. Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Novis hóf sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og var fjöldi vátryggingartaka með virka samninga 5.201 við lok desember 2019. NOVIS er líftryggingafélag, sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti Seðlabanka Slóvakíu. Auk starfsemi í heimaríkinu, veitir Novis þjónustu í greinum líftrygginga gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og þjónustu án starfsstöðvar í Finnlandi, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er varða afurðir félagsins og markaðssetningu, s.s. ábendingum til neytenda um atriði er varða fjárfestingatengdar vátryggingaafurðir, tímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi og stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum Novis. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA), Seðlabanka Slóvakíu og annarra eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu gegnum samstarfsvettvang eftirlitsstjórnvalda vegna NOVIS. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS. Þær má lesa hér. Tryggingar Seðlabankinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. Fjármálaeftirlitið bendir neytendum á að í ljósi bannsins sé óvissa um stöðu Novis. Hver og einn viðskiptavinur Novis verði, út frá sínum hagsmunum, að ákveða sjálfur hvort hann haldi áfram að greiða iðgjald eða ekki. Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Novis hóf sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og var fjöldi vátryggingartaka með virka samninga 5.201 við lok desember 2019. NOVIS er líftryggingafélag, sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti Seðlabanka Slóvakíu. Auk starfsemi í heimaríkinu, veitir Novis þjónustu í greinum líftrygginga gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og þjónustu án starfsstöðvar í Finnlandi, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er varða afurðir félagsins og markaðssetningu, s.s. ábendingum til neytenda um atriði er varða fjárfestingatengdar vátryggingaafurðir, tímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi og stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum Novis. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA), Seðlabanka Slóvakíu og annarra eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu gegnum samstarfsvettvang eftirlitsstjórnvalda vegna NOVIS. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS. Þær má lesa hér.
Tryggingar Seðlabankinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira