Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 11:39 Fjármálastöðugleikanefnd kynnti skýrslu sína um stöðu og horfur í efnahagsmálum í morgun. Stöð 2/Sigurjón Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29
Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18