Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2020 08:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“ Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“