Ísland á rauðan lista Breta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 16:51 Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, greindi frá á Twitter síðu sinni. Getty/PA Images Ísland er komið á rauðan lista breskra stjórnvalda. Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. Yfirvöld í Danmörku ráða sömuleiðis Dönum frá því að ferðast til Íslands. Íslandi, Bretlandi, Írlandi og Slóveníu var bætt á lista Dana yfir lönd sem ekki er ráðlagt að ferðast til nema nauðsyn krefji. DR greinir frá. 1000 pund lágmarkssekt Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands, greindi frá aðgerðum Breta á Twitter í dag. Hann vísaði til þess að ný gögn gerðu að verkum að grípa þyrfti til þessara aðgerða. Í tilkynningu á vef bresku ríkisstjórnarinnar kemur fram að rúmlega 900 prósenta aukning hafi verið í fjölda smitaðra hér á landi á viku tímabili. Ráðherrann minnir á að sektir við brotum á sóttkví eru að lágmarki eitt þúsund pund eða sem nemur um 177 þúsund krónum. Also please don't forget that you MUST self-isolate (quarantine) when returning from a non-exempt country, or face fines which start at £1,000. Visit: https://t.co/wQuays1qsN [3/3]— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) September 24, 2020 Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga hér á landi og er nú um 83. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í gær að tölurnar færu víða hækkandi og Ísland myndi líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir,“ sagði Þórólfur. Innan við sólarhring síðar er Ísland komið á rauðan lista Breta og Dönum ráðlagt frá heimsóknum hingað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ísland er komið á rauðan lista breskra stjórnvalda. Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. Yfirvöld í Danmörku ráða sömuleiðis Dönum frá því að ferðast til Íslands. Íslandi, Bretlandi, Írlandi og Slóveníu var bætt á lista Dana yfir lönd sem ekki er ráðlagt að ferðast til nema nauðsyn krefji. DR greinir frá. 1000 pund lágmarkssekt Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands, greindi frá aðgerðum Breta á Twitter í dag. Hann vísaði til þess að ný gögn gerðu að verkum að grípa þyrfti til þessara aðgerða. Í tilkynningu á vef bresku ríkisstjórnarinnar kemur fram að rúmlega 900 prósenta aukning hafi verið í fjölda smitaðra hér á landi á viku tímabili. Ráðherrann minnir á að sektir við brotum á sóttkví eru að lágmarki eitt þúsund pund eða sem nemur um 177 þúsund krónum. Also please don't forget that you MUST self-isolate (quarantine) when returning from a non-exempt country, or face fines which start at £1,000. Visit: https://t.co/wQuays1qsN [3/3]— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) September 24, 2020 Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga hér á landi og er nú um 83. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í gær að tölurnar færu víða hækkandi og Ísland myndi líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir,“ sagði Þórólfur. Innan við sólarhring síðar er Ísland komið á rauðan lista Breta og Dönum ráðlagt frá heimsóknum hingað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira