Óttast að landbúnaðurinn muni fjara út í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 13:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun fara yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á flokksráðsþingi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt. Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt.
Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira