Málverki til minningar látinnar konu stolið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 17:31 Málverkið Wonderwoman sem er til minningar Kristínar Óskarsdóttur sem lést í fyrra. Facebook Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna. Málverkið sem ber titilinn Wonderwoman hefur hangið í íbúðakjarnanum frá því í september í fyrra og er til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Hann segir erfitt fyrir þau hjónin og fjölskylduna alla að málverkinu hafi verið stolið. „Við vonum bara að þessir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili málverkinu,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...Posted by Oskar Gislason on Saturday, September 26, 2020 Þá telur hann að utanaðkomandi aðilar hafi stolið verkinu en íbúar í íbúðakjarnanum hafi orðið varir við mannaferðir í húsnæðinu. „Það hafa einhverjir utanaðkomandi verið á ferð þarna sem íbúarnir hafa orðið varir við. Við höldum að þeir hafi stolið málverkinu.“ Óskar vakti athygli á stolna málverkinu á Facebook í gær og hefur hann fundið fyrir miklum stuðningi samborgara sinna. Færslunni hefur verið deilt meira en 700 sinnum og 90 sinnum á Twitter. „Fólk er búið að vera duglegt að deila þessu og við finnum fyrir alveg óskaplega miklum stuðningi sem er mjög ánægjulegt. Málverkið hefur mikið tilfinningalegt gildi og það er sárt að því hafi verið stolið. Við vonum bara að því verði skilað og þjófarnir stígi fram,“ segir Óskar. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna. Málverkið sem ber titilinn Wonderwoman hefur hangið í íbúðakjarnanum frá því í september í fyrra og er til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Hann segir erfitt fyrir þau hjónin og fjölskylduna alla að málverkinu hafi verið stolið. „Við vonum bara að þessir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili málverkinu,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...Posted by Oskar Gislason on Saturday, September 26, 2020 Þá telur hann að utanaðkomandi aðilar hafi stolið verkinu en íbúar í íbúðakjarnanum hafi orðið varir við mannaferðir í húsnæðinu. „Það hafa einhverjir utanaðkomandi verið á ferð þarna sem íbúarnir hafa orðið varir við. Við höldum að þeir hafi stolið málverkinu.“ Óskar vakti athygli á stolna málverkinu á Facebook í gær og hefur hann fundið fyrir miklum stuðningi samborgara sinna. Færslunni hefur verið deilt meira en 700 sinnum og 90 sinnum á Twitter. „Fólk er búið að vera duglegt að deila þessu og við finnum fyrir alveg óskaplega miklum stuðningi sem er mjög ánægjulegt. Málverkið hefur mikið tilfinningalegt gildi og það er sárt að því hafi verið stolið. Við vonum bara að því verði skilað og þjófarnir stígi fram,“ segir Óskar.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira