Fara fram á rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Smári McCarthy kallaði eftir rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn á aðalfundi Pírata, sem lauk nú síðdegis. Vísir/Hanna Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira