Smáhús fyrir heimilislausa komin í Gufunes: „Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 11:55 Eitt smáhúsanna sem búið er að koma fyrir í Gufunesi. reykjavíkurborg Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“ Félagsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira