Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. september 2020 22:25 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/Getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. New York Times birti í gær ítarlega umfjöllun um skattamál Trump þar sem kom meðal annars fram að forsetinn sé ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Demókratar á þingi hafa gripið boltann á lofti og sagt að um þjóðaröryggismál sé að ræða, ekki gangi að forseti Bandaríkjanna skuldi svo háar fjárhæðir. Undir þetta tekur Pelosi og segir að umfjöllun Times vekji upp spurningar hverjum Trump skuldi þessar fjárhæðir, hvort um sé að ræða ákveðin ríki og hvort að lánardrottnar hans eigi þá mögulega eitthvað inni hjá sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þá spurði hún sérstaklega hvort að það gæti verið að Trump skuldaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, eitthvað, hvort sem það væri fjárhagslegt eða persónulegt. Vert er að taka fram að ekkert í umfjöllun New York Times bendir til þess að Trump hafið þegið áður óþekktar fjárhæðir frá Rússlandi, þó að fram komi að hann hafi haft einhverjar tekjur erlendis frá. Umfjöllun New York Times fór í loftið rétt fyrir fyrstu kappræður Trump og Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en þær fara fram aðfaranótt næstkomandi miðvikudags, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. New York Times birti í gær ítarlega umfjöllun um skattamál Trump þar sem kom meðal annars fram að forsetinn sé ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Demókratar á þingi hafa gripið boltann á lofti og sagt að um þjóðaröryggismál sé að ræða, ekki gangi að forseti Bandaríkjanna skuldi svo háar fjárhæðir. Undir þetta tekur Pelosi og segir að umfjöllun Times vekji upp spurningar hverjum Trump skuldi þessar fjárhæðir, hvort um sé að ræða ákveðin ríki og hvort að lánardrottnar hans eigi þá mögulega eitthvað inni hjá sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þá spurði hún sérstaklega hvort að það gæti verið að Trump skuldaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, eitthvað, hvort sem það væri fjárhagslegt eða persónulegt. Vert er að taka fram að ekkert í umfjöllun New York Times bendir til þess að Trump hafið þegið áður óþekktar fjárhæðir frá Rússlandi, þó að fram komi að hann hafi haft einhverjar tekjur erlendis frá. Umfjöllun New York Times fór í loftið rétt fyrir fyrstu kappræður Trump og Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en þær fara fram aðfaranótt næstkomandi miðvikudags, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira