Uggandi yfir orðræðu verkalýðsforystunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 08:51 Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. Það sé áhyggjuefni að svo virðist sem hvorki sé traust né talsamband milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þá hugnast honum ekki orðræða verkalýðsforystunnar. Þetta segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í morgun. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins greinir á um hvort forsendu lífskjarasamningins séu brostnar. Atkvæðagreiðslu SA um uppsögn samningsins, sem átti að hefjast í gær, var frestað til hádegis í dag. Fundað var stíft um stöðu mála í gær og þykir líklegt að aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við stöðunni verði kynntar í dag. Gylfi Arnbjörnsson segir í Morgunblaðinu í dag að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar séu „beinskeyttari“ en áður. Þetta komi honum ekki á óvart. Hann hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hafi ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá segir Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu. Þá segir hann, inntur eftir hugsanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, að heppilegt gæti verið að lækka tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Verði af atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja SA í dag munu niðurstöður liggja fyrir á hádegi á morgun, miðvikudag. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA hefur ekki viljað gefa upp hvað gæti falist í aðgerðum stjórnvalda. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frestun á launahækkunum komi ekki til greina. Ekki sé eðlilegt að kjarasamningur launafólks séu notaðir í vegferð atvinnurekenda gagnvart stjórnvöldum. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43 Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. Það sé áhyggjuefni að svo virðist sem hvorki sé traust né talsamband milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þá hugnast honum ekki orðræða verkalýðsforystunnar. Þetta segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í morgun. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins greinir á um hvort forsendu lífskjarasamningins séu brostnar. Atkvæðagreiðslu SA um uppsögn samningsins, sem átti að hefjast í gær, var frestað til hádegis í dag. Fundað var stíft um stöðu mála í gær og þykir líklegt að aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við stöðunni verði kynntar í dag. Gylfi Arnbjörnsson segir í Morgunblaðinu í dag að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar séu „beinskeyttari“ en áður. Þetta komi honum ekki á óvart. Hann hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hafi ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá segir Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu. Þá segir hann, inntur eftir hugsanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, að heppilegt gæti verið að lækka tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Verði af atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja SA í dag munu niðurstöður liggja fyrir á hádegi á morgun, miðvikudag. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA hefur ekki viljað gefa upp hvað gæti falist í aðgerðum stjórnvalda. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frestun á launahækkunum komi ekki til greina. Ekki sé eðlilegt að kjarasamningur launafólks séu notaðir í vegferð atvinnurekenda gagnvart stjórnvöldum.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43 Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14