Tryggingagjald lækkað tímabundið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 11:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á nýyfirstöðnum blaðamannafundi. vísir/vilhelm Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21. Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21.
Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira