„Hugmyndin af Happ í Helgi kviknaði í vor þegar samverustundum fjölskyldunnar fjölgaði all hressilega í samkomubanninu. Okkur langaði til að auðvelda fólki að gera eitthvað saman á jákvæðan hátt með áherslu á afþreyingu og eitthvað brakandi gott með frá íslenskum framleiðendum,“ segir Sigþór Samúelsson.
„Við fengum nokkur fyrirtæki til liðs við okkur og byrjuðum að selja Happ í Helgi drellana sem í stuttu máli eru með sælgæti og snakk/popp frá íslenskum Nóa Síríus, Góu, Freyju, Stjörnusnakki og áskrift af Stöð2 Maraþon. Til að auka á ánægjuna er svo möguleiki á óvæntum glaðningi frá samstarfsfélögum okkar – gómsæt flatbaka frá Spaðanum, miðar í Smárabíó eða eitthvað allt annað.“
Á Happ í Helgi sölusíðunni er hægt að kaupa lítinn eða stóran drelli og er hann keyrður frítt út á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið fer vel af stað að sögn Sigþórs og er þessa dagana hægt að fá drella á sérstöku kynningarverði, sjá nánar á happihelgi.is .
Hvað er drellir?
Vissir þú að öll orð í íslensku sem byrja á bókstafnum P eru í raun tökuorð. Drellir er hið upprunalega íslenska orð fyrir poka, þó orðið hafi haft ýmsa aðra merkingu hér áður fyrr. Drellir er sem sagt poki.
Hvernig beygjum við orðið?
- Nf. drellir
- Þf. drelli
- Þgf. drelli
- Ef. drellis