Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 07:30 Frá kappræðunum í nótt. AP/Olivier Douliery Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01