Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 10:33 Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21