Kínverska sendiráðið virðist hafa stundað vöktun úr hófi fram Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 10:18 Öryggismyndavélar á horni kínverska sendiráðsins við Bríetartún 1 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira