Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 13:16 Herdís Sigurjónsdóttir og dóttir hennar, Ásdís Magnea, urðu nærri því fyrir barðinu á innbrotsþjófi sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar. úr einkasafni/vísir/egill Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39