Eru ekki bara með Hagi heldur líka með „Puskas“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 13:30 George Puscas og Ianis Hagi fagna saman marki með rúmenska landsliðinu. Samsett/Getty Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn