Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 15:01 Kamala Harris og eiginmaður hennar heilsa Mike Pence og eiginkonu hans við upphaf kappræðanna. AP/Patrick Semansky Þótt kappræður Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, varaforsetaframbjóðanda Demókrata, hafi ekki verið jafn óreiðukenndar og fyrstu kappræður Donalds Trump forseta og Joes Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, voru samt stjórnmálamenn á sviðinu. Vanir stjórnmálamenn sem beygðu sannleikann, og það jafnvel töluvert, og komu sér undan því að svara spurningum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. Sjá einnig: „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Ósannindi og ýkjur Harris voru þar að auki oft af öðrum toga en oft blákaldar lygar Pence. Covid-19 fyrirferðarmikill Pence byrjaði á því að tala um meint „bann“ Trumps við fólksflutningum frá Kína í upphafi faraldursins. Hann sagði það hafa gefið Bandaríkjunum mikinn og mikilvægan tíma til undirbúnings og mögulega bjargað fjölda lífa. Þetta hefði verið einstök aðgerð á heimsvísu. Pence sagði einnig að Biden hefði verið andsnúinn því banni og að hann hefði kallað það rasískt. Skipun Trump stöðvaði alls ekki fólksflutninga frá Kína. Hún takmarkaði hann. Tugir þúsunda flugu frá Kína til Bandaríkjanna á næstu dögum og vikum í kjölfar skipunarinnar og flestir þeirra án nokkurs eftirlits eða skimunar. AP fréttaveitan segir minnst átta þúsund Kínverja hafa ferðast frá Kína til Bandaríkjanna á næstu þremur mánuðum. Þar að auki gripu fjölmörg ríki heimsins til sambærilegra aðgerða. Pence sagði að þessi skipun hefði gefið ríkisstjórn þeirra mikilvægan tíma. Það gæti verið rétt en útlit er þó fyrir að sá tími hafi verið verulega vannýttur. Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveiruútbreiðslu í Kína janúar þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Pence sagði einnig ósatt um viðbrögð Biden við „banninu“ eins og Trump-liðar hafa lengi gert. Ummæli Biden sem Trump-liðar hafa bent á, snerust ekki um bannið svokallaða, heldur var Biden að saka Trump um rasisma, almennt og í tengslum við að hann kallaði Covid-19 „Kínaveiruna“. Samkvæmt framboði Biden vissi hann ekki af banninu þegar hann lét ummælin falla. Þetta var í lok janúar en í apríl tók Biden formlega afstöðu með banninu og sagðist hann styðja það. Laug um að Trump hefði ávallt sagt satt Pence varpaði einnig fram þeirri skringilegu staðhæfingu að Trump hafi ávallt sagt Bandaríkjamönnum sannleikann um Covid. Sú staðhæfing er skringileg því Trump hefur sagt tugi ef ekki hundruð ósanninda um faraldur nýju kórónuveirunnar. Daniel Dale, blaðamaður CNN, sem hefur um árabil farið yfir ummæli Trumps og annarra og kannað sannleiksgildi þeirra, fór yfir kappræðurnar í gær. Forsetinn hefur sömuleiðis minnst einu sinni viðurkennt að hafa sagt Bandaríkjamönnum ósatt um veiruna. Það gerði hann í viðtali við blaðamanninn Bob Woodward. Trump gekkst við því í síðasta mánuði að hafa vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum í upphafi. Markmiðið hafi verið að forðast skelfingu. Pence gagnrýndi Biden fyrir viðbrögð ríkisstjórnar hans og Barack Obama, fyrrverandi forseta, við útbreiðslu svínaflensunnar árið 2009. Hann sagði að 60 milljónir manna hafa smitast þá og að ef Biden væri forseti nú hefðu minnst tvær milljónir Bandaríkjamanna dáið. Þarna er hann að bera saman tvo ósambærilega sjúkdóma. Þar sem svínaflensan var ekki nærri því jafn hættuleg og Covid-19 var ekki þörf á að grípa til verulegra aðgerða til að sporna gegn dreifingu sjúkdómsins. Eins og bent er á í grein Washington Post er áætlað að 60 milljónir hafi smitast og 12.500 dáið. Þær tölur byggja á áralöngum tölfræðirannsóknum og svokölluðum umframdauðsföllum. Það er þegar fjöldi dauðsfalla á tilteknu tímabili er borinn saman við meðaltal síðustu ára. Á sínum tíma voru skráð dauðsföll vegna svínaflensunnar mun færri en 12.500. Þar að auki hafa sérfræðingar varað við því að það sama sé að gerast nú. Að seinna meira gætu opinberar tölur yfir látna hækkað og það verulega. Fjölmargir veikir eftir viðburð Pence hélt því einnig fram að sóttvarnarviðmiðum og ráðleggingum hefði verið fylgt eftir á viðburði í Hvíta húsinu þann 26. september, sérstaklega með tilliti til þess að viðburðurinn hefði verið utandyra. Fjölmargir þeirra sem sóttu viðburðinn hafa greinst með Covid-19, þar á meðal Donald Trump, forseti. Rúmlega 150 manns sóttu viðburðinn og komu þau víðsvegar að. Myndir frá viðburðinum sýna fjölda grímulausra manna kyssast og faðmast og þar að auki fór stór hluti viðburðarins fram innandyra. Harris sakaði Trump um að hafa kallað faraldur nýju kórónuveirunnar gabb í febrúar. Hann gerði það að vissu leyti en þar skortir samhengi. Á kosningafundi 28. febrúar sagði Trump að Demókratar væru að spila pólitíska leiki með faraldurinn og þetta væri nýja „gabbið“ þeirra. Hann sagði það sama um ákæruna fyrir embættisbrot og Rússarannsóknina svokölluðu og var ekki að vísa til faraldursins. Þess í stað var hann að vísa til gagnrýni Demókrata á hans viðbrögð og aðgerðir. Sérfræðingar færðir í starfi Harris sagði Trump einnig hafa fellt niður sérstakt faraldurs-viðbragðsteymi Hvíta hússins sem stofnað var í kjölfar ebólufaraldursins 2014. Ráðið sjálft var í raun fellt niður en flestir meðlimir þess voru færðir í aðrar stöður í Hvíta húsinu. Það er alfarið óljóst hvort það að halda ráðinu heilu hefði bætt viðbrögð bandarískra stjórnvalda. Gömul ósannindi endursögð Pence endurtók einnig margar gamlar og ósannar fullyrðingar Trump-liða. Þar má nefna það að Demókratar ætli sér að hækka skatta á alla Bandaríkjamenn og banna olíuvinnslu og notkun jarðeldsneytis í Bandaríkjunum. Sömuleiðis fullyrðingar um að ríkisstjórn Obama hafi gefið Íran 1,8 milljarð dala, að póstatkvæði leiði til umfangsmikilla kosningasvika og að Robert Mueller hafi ekki fundið saknæmt athæfi í rannsókn sinni. Einnig að Demókratar styðji fóstureyðingar allt fram að fæðingu og að ríkisstjórn Obama hafi tæmt birgðastöðvar hins opinbera vegna faralda. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden vex ásmegin í könnunum Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, hefur vaxið ásmegin í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í kjölfar kappræðna hans og Donalds Trump, forseta. 6. október 2020 22:31 Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þótt kappræður Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, varaforsetaframbjóðanda Demókrata, hafi ekki verið jafn óreiðukenndar og fyrstu kappræður Donalds Trump forseta og Joes Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, voru samt stjórnmálamenn á sviðinu. Vanir stjórnmálamenn sem beygðu sannleikann, og það jafnvel töluvert, og komu sér undan því að svara spurningum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. Sjá einnig: „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Ósannindi og ýkjur Harris voru þar að auki oft af öðrum toga en oft blákaldar lygar Pence. Covid-19 fyrirferðarmikill Pence byrjaði á því að tala um meint „bann“ Trumps við fólksflutningum frá Kína í upphafi faraldursins. Hann sagði það hafa gefið Bandaríkjunum mikinn og mikilvægan tíma til undirbúnings og mögulega bjargað fjölda lífa. Þetta hefði verið einstök aðgerð á heimsvísu. Pence sagði einnig að Biden hefði verið andsnúinn því banni og að hann hefði kallað það rasískt. Skipun Trump stöðvaði alls ekki fólksflutninga frá Kína. Hún takmarkaði hann. Tugir þúsunda flugu frá Kína til Bandaríkjanna á næstu dögum og vikum í kjölfar skipunarinnar og flestir þeirra án nokkurs eftirlits eða skimunar. AP fréttaveitan segir minnst átta þúsund Kínverja hafa ferðast frá Kína til Bandaríkjanna á næstu þremur mánuðum. Þar að auki gripu fjölmörg ríki heimsins til sambærilegra aðgerða. Pence sagði að þessi skipun hefði gefið ríkisstjórn þeirra mikilvægan tíma. Það gæti verið rétt en útlit er þó fyrir að sá tími hafi verið verulega vannýttur. Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveiruútbreiðslu í Kína janúar þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Pence sagði einnig ósatt um viðbrögð Biden við „banninu“ eins og Trump-liðar hafa lengi gert. Ummæli Biden sem Trump-liðar hafa bent á, snerust ekki um bannið svokallaða, heldur var Biden að saka Trump um rasisma, almennt og í tengslum við að hann kallaði Covid-19 „Kínaveiruna“. Samkvæmt framboði Biden vissi hann ekki af banninu þegar hann lét ummælin falla. Þetta var í lok janúar en í apríl tók Biden formlega afstöðu með banninu og sagðist hann styðja það. Laug um að Trump hefði ávallt sagt satt Pence varpaði einnig fram þeirri skringilegu staðhæfingu að Trump hafi ávallt sagt Bandaríkjamönnum sannleikann um Covid. Sú staðhæfing er skringileg því Trump hefur sagt tugi ef ekki hundruð ósanninda um faraldur nýju kórónuveirunnar. Daniel Dale, blaðamaður CNN, sem hefur um árabil farið yfir ummæli Trumps og annarra og kannað sannleiksgildi þeirra, fór yfir kappræðurnar í gær. Forsetinn hefur sömuleiðis minnst einu sinni viðurkennt að hafa sagt Bandaríkjamönnum ósatt um veiruna. Það gerði hann í viðtali við blaðamanninn Bob Woodward. Trump gekkst við því í síðasta mánuði að hafa vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum í upphafi. Markmiðið hafi verið að forðast skelfingu. Pence gagnrýndi Biden fyrir viðbrögð ríkisstjórnar hans og Barack Obama, fyrrverandi forseta, við útbreiðslu svínaflensunnar árið 2009. Hann sagði að 60 milljónir manna hafa smitast þá og að ef Biden væri forseti nú hefðu minnst tvær milljónir Bandaríkjamanna dáið. Þarna er hann að bera saman tvo ósambærilega sjúkdóma. Þar sem svínaflensan var ekki nærri því jafn hættuleg og Covid-19 var ekki þörf á að grípa til verulegra aðgerða til að sporna gegn dreifingu sjúkdómsins. Eins og bent er á í grein Washington Post er áætlað að 60 milljónir hafi smitast og 12.500 dáið. Þær tölur byggja á áralöngum tölfræðirannsóknum og svokölluðum umframdauðsföllum. Það er þegar fjöldi dauðsfalla á tilteknu tímabili er borinn saman við meðaltal síðustu ára. Á sínum tíma voru skráð dauðsföll vegna svínaflensunnar mun færri en 12.500. Þar að auki hafa sérfræðingar varað við því að það sama sé að gerast nú. Að seinna meira gætu opinberar tölur yfir látna hækkað og það verulega. Fjölmargir veikir eftir viðburð Pence hélt því einnig fram að sóttvarnarviðmiðum og ráðleggingum hefði verið fylgt eftir á viðburði í Hvíta húsinu þann 26. september, sérstaklega með tilliti til þess að viðburðurinn hefði verið utandyra. Fjölmargir þeirra sem sóttu viðburðinn hafa greinst með Covid-19, þar á meðal Donald Trump, forseti. Rúmlega 150 manns sóttu viðburðinn og komu þau víðsvegar að. Myndir frá viðburðinum sýna fjölda grímulausra manna kyssast og faðmast og þar að auki fór stór hluti viðburðarins fram innandyra. Harris sakaði Trump um að hafa kallað faraldur nýju kórónuveirunnar gabb í febrúar. Hann gerði það að vissu leyti en þar skortir samhengi. Á kosningafundi 28. febrúar sagði Trump að Demókratar væru að spila pólitíska leiki með faraldurinn og þetta væri nýja „gabbið“ þeirra. Hann sagði það sama um ákæruna fyrir embættisbrot og Rússarannsóknina svokölluðu og var ekki að vísa til faraldursins. Þess í stað var hann að vísa til gagnrýni Demókrata á hans viðbrögð og aðgerðir. Sérfræðingar færðir í starfi Harris sagði Trump einnig hafa fellt niður sérstakt faraldurs-viðbragðsteymi Hvíta hússins sem stofnað var í kjölfar ebólufaraldursins 2014. Ráðið sjálft var í raun fellt niður en flestir meðlimir þess voru færðir í aðrar stöður í Hvíta húsinu. Það er alfarið óljóst hvort það að halda ráðinu heilu hefði bætt viðbrögð bandarískra stjórnvalda. Gömul ósannindi endursögð Pence endurtók einnig margar gamlar og ósannar fullyrðingar Trump-liða. Þar má nefna það að Demókratar ætli sér að hækka skatta á alla Bandaríkjamenn og banna olíuvinnslu og notkun jarðeldsneytis í Bandaríkjunum. Sömuleiðis fullyrðingar um að ríkisstjórn Obama hafi gefið Íran 1,8 milljarð dala, að póstatkvæði leiði til umfangsmikilla kosningasvika og að Robert Mueller hafi ekki fundið saknæmt athæfi í rannsókn sinni. Einnig að Demókratar styðji fóstureyðingar allt fram að fæðingu og að ríkisstjórn Obama hafi tæmt birgðastöðvar hins opinbera vegna faralda.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden vex ásmegin í könnunum Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, hefur vaxið ásmegin í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í kjölfar kappræðna hans og Donalds Trump, forseta. 6. október 2020 22:31 Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Biden vex ásmegin í könnunum Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, hefur vaxið ásmegin í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í kjölfar kappræðna hans og Donalds Trump, forseta. 6. október 2020 22:31
Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30