Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 07:46 Trump og Biden mættust í kappræðum 29. september síðastliðinn. Þeir munu mætast aftur þann 22. október, í síðasta sinn fyrir kosningar. Mario Tama/Getty Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48