Læknir forsetans segir hann ekki smita lengur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 07:36 Trump ávarpaði stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Síðar um daginn tilkynnti læknir hans um að Trump væri ekki lengur smitandi af kórónuveirunni. Samuel Corum/Getty Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira