Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2020 19:01 Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða hjá Neyðarlínunni, eftir að ábending sem barst um eldsvoða við Torfastaði á föstudag lenti milli skips og bryggju. Hönnunargalli í tölvukerfi hefur sömuleiðis verið lagfærður. „Þetta lýsti sér í því að ef lögreglumenn voru uppteknir í símtölum og símtal kom inn þá birtist það ekki á svokölluðum verkefnalista hjá þeim, þannig að þeir gátu ekki séð símtalið né hringt til baka,“ segir Gylfi Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. Mikið álag var á fjarskiptamiðstöðinni þetta kvöld en undir eðlilegum kringumstæðum er hringt í þá sem ná ekki í gegn, auk þess sem Neyðarlinu ber að tilkynna slökkviliði sérstaklega um eldsvoða. Hins vegar var hvorki hringt til baka né slökkviliði tilkynnt um atvikið. Gylfi segir að álagið sé mismikið, málin séu mistímafrek, en að það sé aldrei undirmannað. Hann harmi þetta atvik en að búið sé að grípa til varúðarráðstafana. „Núna í þessari viku ætlum við að hefja prufufasa þannig að neyðarvörður og lögreglumaður sitji saman að svara. Eftir þennan prufufasa ætlum við að fara lengra og það verður þannig að símsvörun og móttaka verkefna, sem tengjast lögreglu, verða á einni hendi hjá Neyðarlínunni,“ segir Gylfi. Það sem af er ári hafa sjötíu þúsund símtöl borist fjarskiptamiðstöðinni og meðalsvartími er um 8,4 sekúndur. Lögreglan Tengdar fréttir Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða hjá Neyðarlínunni, eftir að ábending sem barst um eldsvoða við Torfastaði á föstudag lenti milli skips og bryggju. Hönnunargalli í tölvukerfi hefur sömuleiðis verið lagfærður. „Þetta lýsti sér í því að ef lögreglumenn voru uppteknir í símtölum og símtal kom inn þá birtist það ekki á svokölluðum verkefnalista hjá þeim, þannig að þeir gátu ekki séð símtalið né hringt til baka,“ segir Gylfi Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. Mikið álag var á fjarskiptamiðstöðinni þetta kvöld en undir eðlilegum kringumstæðum er hringt í þá sem ná ekki í gegn, auk þess sem Neyðarlinu ber að tilkynna slökkviliði sérstaklega um eldsvoða. Hins vegar var hvorki hringt til baka né slökkviliði tilkynnt um atvikið. Gylfi segir að álagið sé mismikið, málin séu mistímafrek, en að það sé aldrei undirmannað. Hann harmi þetta atvik en að búið sé að grípa til varúðarráðstafana. „Núna í þessari viku ætlum við að hefja prufufasa þannig að neyðarvörður og lögreglumaður sitji saman að svara. Eftir þennan prufufasa ætlum við að fara lengra og það verður þannig að símsvörun og móttaka verkefna, sem tengjast lögreglu, verða á einni hendi hjá Neyðarlínunni,“ segir Gylfi. Það sem af er ári hafa sjötíu þúsund símtöl borist fjarskiptamiðstöðinni og meðalsvartími er um 8,4 sekúndur.
Lögreglan Tengdar fréttir Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20