37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. október 2020 11:00 Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar