Koma á útgöngubanni í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 19:28 Macron kynnti útgöngubannið í sjónvarpsávarpi í dag. Það tekur gildi á laugardag og varir í að minnsta kosti tvær vikur. Vísir/EPA Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. Íbúum í París, Marseille, Lyon, Lille, Aix-en-Provence, Rouen, Toulouse, Grenoble og Montpellier verður bannað að yfirgefa heimili sín á milli klukkan 21:00 og 6:00 að staðartíma samkvæmt aðgerðum sem Macron kynnti í dag. Tæplega 23.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Frakklandi í dag. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron þessa bylgju faraldursins annars en þá sem gekk yfir í vor. Veiran hefði nú dreift sér um allt landið. Varaði forsetinn við því að útgöngubannið gæti varað í allt að sex vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að fólk stundaði veitingastaði og færi í heimsóknir á önnur heimili. „Við verðum að grípa til aðgerða. Við verðum að hamla útbreiðslu veirunnar,“ sagði Macron sem lýsti um leið skilningi á að erfitt væri að biðja fólk um að virða útgöngubann. Skólar verða áfram opnir og fólk má ferðast á milli svæða að degi til. Íbúar þurfa gilda ástæðu til að vera utan heimilis síns á meðan útgöngubannið er í gildi. Faraldurinn er nú í vexti víða í Evrópu og hafa fleiri ríki ákveðið að grípa til frekari takmarkana. Í Hollandi tekur vægara útgöngubann gildi í dag auk þess sem kaffihúsum og veitingastöðum hefur erið gert að loka. Í Katalóníu á Spáni verður börum og veitingastöðum lokað í fimmtán daga frá og með morgundeginum. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. Íbúum í París, Marseille, Lyon, Lille, Aix-en-Provence, Rouen, Toulouse, Grenoble og Montpellier verður bannað að yfirgefa heimili sín á milli klukkan 21:00 og 6:00 að staðartíma samkvæmt aðgerðum sem Macron kynnti í dag. Tæplega 23.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Frakklandi í dag. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron þessa bylgju faraldursins annars en þá sem gekk yfir í vor. Veiran hefði nú dreift sér um allt landið. Varaði forsetinn við því að útgöngubannið gæti varað í allt að sex vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að fólk stundaði veitingastaði og færi í heimsóknir á önnur heimili. „Við verðum að grípa til aðgerða. Við verðum að hamla útbreiðslu veirunnar,“ sagði Macron sem lýsti um leið skilningi á að erfitt væri að biðja fólk um að virða útgöngubann. Skólar verða áfram opnir og fólk má ferðast á milli svæða að degi til. Íbúar þurfa gilda ástæðu til að vera utan heimilis síns á meðan útgöngubannið er í gildi. Faraldurinn er nú í vexti víða í Evrópu og hafa fleiri ríki ákveðið að grípa til frekari takmarkana. Í Hollandi tekur vægara útgöngubann gildi í dag auk þess sem kaffihúsum og veitingastöðum hefur erið gert að loka. Í Katalóníu á Spáni verður börum og veitingastöðum lokað í fimmtán daga frá og með morgundeginum.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07
Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05
Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35